stafræn markaðsráðgjöf

Stafræn markaðssetning

Við sérhæfum okkur í stafrænni markaðssetningu. Aðstoðum fyrirtæki við ná árangri í markaðsmálum með auknum sýnileika á leitarvélum, markvissum kostuðum vefauglýsingum á Google og samfélagsmiðlum og vefmælingum.

A_R_merki_3
Leitarvélabestun - aukinn sýnileiki á leitarvélum

Um 90% íslendinga fer daglega inn á Google og því er mikilvægt að vera sýnilegur þar með þína vöru og þjónustu. Við hjálpum þér við að auka sýnileika vefsíðunnar í Google leitarvélinni. Gerum leitarorðagreiningu og finnum mikilvæg leitarorð sem tengjast þínu fyrirtæki og þinni vöru.

A_R_merki_2
Úttektir á vefsíðum og markaðsaðgerðum

Við gerum úttekt á stöðu vefmála fyrirtækisins.
Gerum faglega greiningu á vefsíðum og uppbyggingu þeirra, metum stöðu leitarvélabestunar og markaðsaðgerða og komum með tillögur að skilvirkari leiðum til árangurs.

Markpóstur
Markpóstur (E-mail marketing)

Útsending rafrænna fréttabréfa er vanmetin en afar áhrifarík leið til þess að viðhalda sambandi við viðskiptavini. Við aðstoðum við að; sérsníða markaðsherferðir, setja upp fréttabréf, útbúa efnið sem og útsendinguna og eftirfylgnina.

Samfélagsmiðlar
Samfélagsmiðlar

Markaðssetning á samfélagsmiðlum er öflug leið til að ná til nýrra viðskiptavina og efla tengslin við núverandi viðskiptavini. Við þjónustum fyrirtæki þitt á samfélagsmiðlum; Facebook og Instagram, og aðstoðum við að móta efnisstefnu, búa til efni og móta birtingaráætlanir.

Hefur þú áhuga? Sendu okkur fyrirspurn.

Við hlökkum til að vinna með nýjum viðskiptavinum og fá tækifæri til að gera tilboð í þau verkefni sem þú gætir haft.